Velkomin á vefsíðu Orator

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands er elsta og stærsta nemendafélag háskólasamfélagsins.
Félagið státar sig af frábæru félagslífi og öflugu fræðastarfi.

Nýjustu fréttir

Kokteilar í Atlantsolíu, LEX, Jónsmótið og Pubcrawl/Uppskeruhátíð

Kæru laganemar nú fer að styttast í helgina og einhver eru orðin óþreyjufull eftir fyrsta sopanum. Það ættu að vera gleðitíðindi fyrir þessar blessuðu sálir að föstudagurinn er einn sá stærsti í stuttu minni laganema.

Dagurinn hefst strax k...

Lesa meira

Fyrirlestur um kviðdóm/Lecture about juries

*English version below*

Á miðvikudaginn kl. 11.40 kemur hingað í heimsókn til lagadeildarinnar bandarískur dómari, Hon. Francis Wasserman, sem er District Court Judge, 17th Judicial District í Colorado. Hann mun halda fyrirlestur sem ha...

Lesa meira

Heimsókn í Seðlabanka Íslands og fyrirlestur um kviðdóma

Orator hefur ekki aðeins besta félagslífið heldur stöndum við einnig fyrir öflugu fræðastarfi. 
Í ár mun Seðlabankinn bjóða laganemum í heimsókn þar sem starfsemi bankans verður kynnt. Heimsóknin verður með öðru sniði en hefðbundnir kokteilar o...

Lesa meira

Viðburðir

 • Kokteill

  Atlantsolía

 • Föstudaginn 3. október bjóða vinir okkar í Atlantsolíu okkur í kokteil í Hafnarfirði. Atlantsolía er einn af styrktaraðilum Orators og veitir laganemum góðan afslátt af eldsneytiskaupmum. Í kokeilnum verður boðið upp á veigar og veitingar sem myndu vera hvaða Októberfest í þýskustu Bavaríu til sóma en boðið verður upp á Bratwurst pylsur ásamt öðrum þýskum réttum. Einnig verður fyrirtækið og saga þess kynnt á skemmtilegan hátt. Hefst kokteillinn kl. 17:00 að Lónsbraut 2 og er ætlaður fyrir 1. - 3. ár.   

 • Skrá mig
 • Kokteill

  Lex

 • Hinn árlegi laganemadagur Lex verður haldinn þann 3. október þar sem laganemum frá öllum fjórum háskólunum er boðið og verða nokkrar mismunandi málstofur. Kokteillinn er fyrir 4.-5. árs nema. Lex er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators. Lex er staðsett í Borgartúni 26, Reykjavík.
  Málstofurnar eru eftirfarandi:

  Málstofa I: Ísland: Bezt í heimi – Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi.

  Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. og Gunnar Viðar hdl.

  Málstofa II: Þarf sérstaka löggjöf um dróna?

  Ingvi Snær Einarsson hdl. og Þórhallur Bergmann hdl.

  Málstofa III: „Fuglsbringa og sjónhending – Um forgengileg viðmið í landamerkjabréfum“.

  Karl Axelsson hrl.

 • Skrá mig
 • Kokteill

  Landsvirkjun

 • Landsvirkjun býður 1.-3. árs nemum til sín í kokteil. Landsvirkjun er í eigu íslensku þjóðarinnar og er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi. Þessi kokteill verður frábært tækifæri til þess að kynnast starfsemi fyrirtækisins og lyfta sér aðeins upp fyrir verkefnavikuna, við eigum það alveg skilið! Mæting er í kl. 16:45 í húsakynni Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. 


  Mán
  Þri
  Mið
  Fim
  Fös
  Lau
  Sun

Lögfræðiaðstoð

Orator veitir almenningi endugjaldslausa lögfræðiaðstoð í síma 551-1012 á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 - 22.00 frá september til maí.

Lögfræðiaðstoðin hefur verið starfrækt um árabil og meðal annars hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands undir umsjón starfandi lögmanna sjá um að veita aðstoð og svör við fyrirspurnum.

S: 551-1012

Um Orator

Stjórn

Klara Óðinsdóttir

Formaður

Áslaug Björk Ingólfsdóttir

Varaformaður

Ingólfur Urban Þórsson

Gjaldkeri

Þorvaldur Hauksson

Ritstjóri Úlfljóts

Linda Ramdani

Funda- og menningarmálastjóri

Baldvin Hugi Gíslason

Skemmtanastjóri

Leifur Gunnarsson

Alþjóðaritari

Styrktaraðilar