Lögfræðiaðstoð Orators

Orator veitir almenningi endugjaldslausa lögfræðiaðstoð í síma 551-1012 á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 – 22.00. Starfsemin hefst í september ár hvert og stendur fram í miðjan apríl, að undanskyldum desembermánuði þar sem laganemar þreyta próf við deildina á þeim tíma.

Lögfræðiaðstoðin hefur verið starfrækt um árabil og meðal annars hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Nemendur við lagadeild Háskóla Íslands undir umsjón starfandi lögmanna sjá um að veita aðstoð og svör við fyrirspurnum.

 

Framkvæmdarstýrur lögfræðiaðstoðarinnar skólaárið 2023 – 2024 eru þær Fjóla Guðrún Viðarsdóttir (fgv1@hi.is) og Helga Margrét Ólafsdóttir (hmo12@hi.is)

Fésbókarsíðu lögfræðiaðstoðarinnar er að finna hér: https://www.facebook.com/profile.php?id=100057410832917