Alþjóðasamstarf
Norrænt samstarf
Samstarf Orators við Norðurlöndin hófst á fjórða áratugi síðustu aldar, en þátttaka Orators í Norræna Alþjóðaritararáðinu, núverandi samstarfsvettavangur norrænna lagadeilda, hófst 1991. Hefur ráðið það að megin markmiði að sjá um stúdentaskipti á Norðurlöndum. Nemendafélög ellefu lagadeilda taka þátt í alþjóðaritararáðinu: Osló og Björgvin í Noregi, Stokkhólmur og Uppsalir í Svíþjóð, Árósir í Danmörku, Codex og Pykälä í Helsinki, Lex í Turku, Justus í Vaasa og Artikla í Rovaniemi, allar í Finnlandi, og svo að sjálfsögðu við í Orator. Heldur hvert nemendafélag svokallaða ,,Norræna viku’’ á ákveðnum tíma árs sem er í kringum árshátíð nemendafélagsins. T.d. heldur Orator alltaf sína norrænu viku í kringum 16. febrúar og Stokkhólmur alltaf síðustu vikuna í Nóvember. Á þessum vikum eru lögmannsstofur heimsóttar, farið á athyglisverða fyrirlestra, viðkomandi borgir skoðaðar, stórglæsilegar veislur haldnar og er ölið sjaldan langt frá hendi.
Facebook síða Norræna Alþjóðaritararáðsins
Samstarf við Ohio Northern University
Orator hefur einnig verið í samstarfi við Ohio Northern University í Ada, Ohio síðan 1961. Fara laganemar í Orator til Ohio í lok október þar sem þeir kynnast háskólalífi í Bandaríkjunum og réttarkerfinu þar í landi, og að sjálfsögðu er haldið upp á Hrekkjavöku. Síðan er farið til höfuðborgarinnar Washington D.C. og er hæstiréttur Bandaríkjana m.a. heimsóttur þar sem hinn eini sanni Justice Scalia hefur verið mjög gestrisinn við laganema undanfarin ár.