Úlfljótur

 

Úlfljótur, tímarit laganema, hefur verið gefið út lengst allra tímarita við Háskóla Íslands. Fyrsta tölublað þess leit dagsins ljós í lok febrúarmánaðar árið 1947. Frá þeim tíma hefur tímaritið verið gefið út á hverju ári, að undanskildu árinu 1951, og orðið efnismeira með hverju árinu sem líður.

Um árabil hefur Úlfljótur rekið bóksölu í kjallara Lögbergs. Rekstur bóksölunnar hófst árið 1987 og hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Framkvæmdastjórar Úlfljóts fara með stjórn bóksölunnar, venju samkvæmt. Bóksalan býður upp á fjöldann allan af ritum varða lögfræði, en úrvalið hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Meginmarkmið bóksölunnar er annars vegar lægra vöruverð en gengur og gerist hjá öðrum bóksölum og hins vegar traust þjónusta í þágu laganema.

Bóksala Úlfljóts er staðsett í stofu 209 á 2. hæð Lögbergs, Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjórar Úlfljóts eru Anna Einarsdóttir og Kolka B. Hjaltadóttir.

Ritstýra Úlfljóts er Elísa Eyvindsdóttir.

ulfljotur@ulfljotur.is