Atvinnunefnd Orators
Atvinnunefnd Orators sér um að skipuleggja starfsnám fyrir laganema við Háskóla Íslands. Markmið nefndarinnar er að koma laganemum við lagadeild Háskóla Íslands í samband við stofnanir og lögfræðistofur varðandi lögfræðitengd störf og stuðla að því að þeir geti öðlast starfsreynslu með fram námi.
Framkvæmdastjórar atvinnunefndarinnar skólaárið 2022 – 2023 eru þær Inga Lilja Ásgeirsdóttir og Sigurlaug Eir Þórsdóttir.
Fésbókarsíðu atvinnunefndarinnar er að finna hér.