Hleð Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This event has passed.

Málþing Orators – Er greindin gervi?

27.september 2023 @ 12:00 - 13:00

Málþing Orators – Er greindin gervi?
Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir fyrsta málþingi skólaársins, miðvikudaginn 27. september n.k. í stofu L-101 í Lögbergi, kl. 12-13.
Yfirskrift málþingsins er Er greindin gervi? Um kosti og ókosti gervigreindar frá sjónarhorni lögfræðinnar.
Framsögumenn á málþinginu verða:
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Háskóla Íslands
Dr. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra
Elfur Logadóttir, framkvæmdastjóri ERA
Fundarstjóri verður Laureen Ósk Jibrayel, funda- og menningarmálastýra Orators.
Málþingið er að sjálfsögðu opið öllum sem heyra vilja, og vonumst við til að sjá sem flest. Málþingið verður einnig sent út í streymi á Facebook síðu Orators.
Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal, en einnig verða teknar fyrir spurningar sem berast í gegnum streymi.
Veitingar verða í boði að málþingi loknu.
LEX Lögmannsstofa er helsti styrktaraðili fræðistarfs Orators.

Upplýsingar

Dagsetn:
27.september 2023
Tími
12:00 - 13:00
Viðburður Flokkur: