Þann 13. nóvember sl. fór fram málþing Orators og var yfirheiti málþingsins: Mat á rannsóknargögnum og trúverðugleika í kynferðisbrotamálum.

Framsögumenn málþingsins voru Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Ólafsson, aðstoðarsaksóknari við embætti héraðssaksóknara, Rannveig S. Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild HR og Sigríður Hjaltested, héraðsdómari.

Fundarstjóri var Anna Katrín Hálfdanardóttir, funda- og menningarmálastýra Orators.

Orator þakkar framsögumönnum fyrir upplýsandi erindi og sömuleiðis áhorfendum fyrir áhugaverðar spurningar úr sal.