Þann 15. október sl. fór fram fyrsta málþing Orators skólaárið 2025-2026. Málþingið bar yfirskriftina: Skuldbindingar íslands í öryggis- og varnarmálum.
Framsögumenn málþingsins voru Pétur Dam Leifsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og gestaprófessor við lagadeild HÍ, Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor í þjóðarétti við Háskólan á Bifröst, og Diljá Mist Einarsdóttir, lögmaður og Alþingismaður.
Fundarstjóri var Edda Ágústa Björnsdóttir, funda- og menningarmálastýra Orators.
Orator þakkar framsögumönnum fyrir fróðleg erindi og sömuleiðis áhorfendum fyrir áhugaverðar spurningar úr sal.