Kæru laganemar,
Framhaldsaðalfundur Orators verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl nk. kl. 17:00 – 20:00 í stofu L-101.
Á fundinum verður boðið uppá veitingar í fljótandi formi.
Samkvæmt 12. gr. laga Orators er dagskrá fundarins eftirfarandi:
4. Lagabreytingar
9. Kosning ferðamálráðs.
10. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á deildarfundi lagadeildar, skulu þeir kosnir til tveggja ára. Fjöldi deildarfulltrúa skal fara eftir reglum Háskóla Íslands. Varaformaður félagsins er sjálfkjörinn deildarfundarfulltrúi til eins árs.
11. Kosning eins fulltrúa í námsnefnd og annan til vara, til tveggja ára í senn.
12. Stjórn Orators skipar ritnefnd Úlfljóts að tillögu ritstjóra Úlfljóts. Í henni skulu sitja að hámarki 5 laganemar. Skulu nefndarstörfin auglýst laus til umsóknar.
13. Kosning ritstjóra GRÍMS GEITSKÓS.
14. Kosning ritstjóra Margmiðlunarnefndar.
15. Kjör tveggja skoðunarmanna. Hvorki mega þeir eiga sæti né hafa átt sæti í stjórn Orators eða vera, eða hafa verið, framkvæmdastjórar Úlfljóts. Skoðunarmenn skulu ráðfæra sig við gjaldkera stjórnar fyrri árs.
16. Kosning þriggja laganema í Lagaráð Orators, sbr. 15. gr.
17. Önnur mál.
Einnig skal velja 6 fulltrúa í nefnd íþróttajöfra sbr. 53. gr 53. gr. Stjórn Orators skal skipa íþróttajöfra sem bera ábyrgð á íþróttalífi laganema. Þeir skulu skipaðir eftir aðalfund ár hvert og vera að hámarki 6 talsins.
Að öðru leyti vísast til III. kafla laga Orators um aðalfund.
Við hvetjum fólk til að mæta og láta til sín taka!
Bestu kveðjur, Stjórn Orators