Hátíðarmálþing Orators var haldið í dag þar sem fjallað var um heimildir foreldra til þess að birta myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum og hvaða áhrif myndbirtingar kunna að hafa á börn.
Guðríður Bolladóttir fjalllaði um hvaða áhrif myndbirtingar foreldra á samfélagsmiðlum hafa á börn. Mörg börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna myndbirtingar foreldra í óþökk barnanna – mikilvægt er að fræða foreldra um áhrif slíkra birtinga og líta til þess að Barnasáttmálinn viðurkennir t.a.m. börn sem rétthafa með sjálfstæð réttindi.
Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður og eigandi hjá LOGOS fjallaði um hvort myndbirting teldist til vinnslu persónuupplýsinga — svarið er að ef einstaklingur er persónugreinanlegur fellur birting undir gildissvið persónuverndarlaga, enda teljist birting til vinnslu persónuupplýsinga. Ýmsar meginreglur gilda myndbirtingar sem þarf að uppfylla en Persónuvernd hefur gefið út leiðbeiningar þessa efnis.
Erla Árnadóttir lögmaður og eigandi hjá LEX fjallaði þá um gögn sem sett eru á samfélagsmiðla sem eign; þau geta snert friðhelgi einkalífs en á samskiptamiðlum eru iðulega vistuð verk sem falla undir höfundarlög. Kom meðal annars fram í máli Erlu að Facebook hefur heimild til þess að framselja myndir, veita öðrum undirleyfi og jafnvel breyta þeim.