Í haust fer alþjóðastarf Orators af stað með krafti en það byrjar með hinu margrómaða Norðurlandamóti laganema í knattspyrnu einnig þekkt sem Culpa Cup (eða Sakarbikarinn) sem haldið verður þann 16. – 18. ágúst. Fáum við þá til okkar norræna laganema, förum í hytte, spilum skemmtilega útgáfu af fótbolta og auðvitað verða sittning og sillis á sínum stað. Frábær viðburður til að fá smjörþefinn af því sem komandi norrænar vikur hafa upp á að bjóða.

Í Október er svo hin árlega ferð Orators til Ohio! Ferðin er vanalega í kringum hrekkjavöku en nákvæmar dagsetningar liggja ekki fyrir og verða auglýstar síðar. Svo fylgist með póstinum ykkar í sumar.

Orator hefur verið í samstarfi við Ohio Northern University (ONU) í Ada, Ohio-fylki síðan Ármann Snævarr og fleiri komu samstarfinu á fyrir um hálfri öld síðan. Það má með sanni segja að þetta sé orðin rótróin hefð. Þetta er gríðarlega skemmtilegt tækifæri fyrir meðlimi Orators til að kynna sér skólann og upplifa bandaríska háskólamenningu.

Hefð hefur verið fyrir því að stoppa á leiðinni í Washington D.C. í nokkra daga og undanfarin ár hefur verið farið í heimsókn í Hæstarétt Bandaríkjanna og íslenska sendiráðið. Þetta er að sjálfsögðu ekki skylda en hefur þótt virkilega skemtileg viðbót við ferðina.

Ef þið hafið áhuga á þessum viðburðum eða spurningar ekki hika við að hafa samband við eða aðstoðar Alþjóðarritara Orators, Gunnar Benediktsson.

Kær Kveðja

Erna Aradóttir
Alþjóðaritari Orators 2019-2020

Og

Gunnar Benediktsson
Aðstoðar Alþjóðaritari Orators 2019-2020

—————————————————————————–

ENGLISH:

The International program in the fall semester will start with the great nordic football tournament Culpa Cup on the 16. – 18. of august. There we will host some great nordic guests, go to hytte, play a fun version of football and of course sittning and sillis will have their place during the weekend.

In October the annual trip of Orator to Ohio. The trip will take place around halloween but precise dates are not available at the moment but will be advertised later. So look at your email this summer.

For almost a half a decade Orator has been in collaboration with Ohio Northern University (ONU) in Ada, Ohio state. We can truly state that this has become an established tradition. This is a great opportunity for members of Orator to get to know this University and to experience the “uni-culture” in USA.

Usually we have made a stop in Washington D.C for a few days. In recent years the group has visited the Supreme Court of the United States and to the Icelandic embassy to mention a few things. This is of course not mandatory but has been thought to be really fun and very interesting trip.

If you are interested in these events or have any questions don’t hesitate to contact me or the vice int.sek., Gunnar Benediktsson.

Best regards,

Erna Aradóttir
Int.sek of Orator 2019-2020

And

Gunnar Benediktsson
Vice Int.sek of Orator 2019-2020