Þann 14. febrúar sl. var hátíðarmálþing Orators haldið, og fjallaði það um afbrot framin af börnum og réttaráhrif þeirra.
Framsögumenn á hátíðarmálþinginu voru Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni barna, Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Kolbrún Benediktsdóttir, varahérðassaksóknari. Laureen Ósk Jibrayel, funda- og menningarmálastýra Orators var fundastjóri.
Orator þakkar framsögumönnum kærlega fyrir áhugaverðar framsögur og líflegar umræður.