Kennsluverðlaun Orators fyrir skólaárið 2023-2024 voru afhent í lok hátíðarmálþings Orators þann 14. febrúar sl.

Þetta er í þrettánda sinn sem kennsluverðlaunin eru veitt og er markmið þeirra að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands en auk þess að vera kennurum og nemendum  hvatning til þess að hafa áhrif á þróun og framfarir við kennslu deildarinnar. 

Stjórn Orators óskaði eftir tilnefningu frá laganemum og bárust töluvert margar og má af þeim dæma að nemendur lagadeildar eru virkilega ánægðir með marga kennara við deildina en alls voru 22 kennarar tilnefndir til verðlaunanna. Það var hún Kristín Benediktsdóttir sem hlaut kennsluverðlaun Orators fyrir skólaárið 2023 – 2024. Kristín er í tilnefningum sínum sögð hjálpsöm, metnaðarfull í kennsluháttum, sanngjörn og býður hún upp á fjölbreytt námsmat. 

Kristín er án vafa vel að þessum verðlaunum komin og óskar stjórn Orators henni innilega til hamingju!