Málflutningskeppni Orators var haldin þann 4. mars sl. í Hæstarétti. Þar kepptust tvö lið í málflutningi í skemmtilegri og líflegri keppni.

Sigurliðið skipað þeim Dagbjörtu Ýr Kiesel, Jónínu Þórdísi Karlsdóttur, Kristínu Ölfu Arnórsdóttur, Kristjönu Guðbjartsdóttur og Lilju Hrönn Önnudóttur Hrannarsdóttur.

Hitt liðið var skipað Jóni Sigfúsi Jónssyni, Óðinni Inga Þórarinssyni, Sigurbjörgu Nönnu Vignisdóttur, Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur og Þóru Birnu Ingvarsdóttur.

Málflutningsmaður Orators var Þóra Birna Ingvarsdóttir.

Orator óskar sigurliðinu innilega til hamingu og jafnframt óskum við öllum keppendum til hamingju með frábæra frammistöðu.