Miðvikudaginn 23.október fór fram málþingi Orators og var yfirskriftin að þessu sinni “Ný lög um kynrænt sjálfræði: áhrif og afleiðingar.” En lög um kyn­rænt sjálfræði fela í sér mik­il­væg­ar breyt­ing­ar á rétt­ar­stöðu hinseg­in fólks og með samþykkt lag­anna skip­ar Íslands sér í fremstu röð á alþjóðavísu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði fram lagafrumvarp þetta sem var svo staðfest í júní 2019 s.l.

Framsögumenn á málþinginu voru Valgerður Hirst Baldurs, forseti Q-félagsins og hán deildi með okkur persónulegri reynslu og upplifun sinni af kerfinu.

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Margrét er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og kynnti fyrir okkur verkferla Þjóðskrár eftir lagabreytingarnar sem áttu sér stað í júlí 2019.

Ingibjörg Ruth Gulin, lögfræðingur. Ingibjörg vann sem verkefnastjóri formennskuáætlunar Íslands hjá Norrænu ráðherranefndinni á sviði jafnréttismála, þar sem hún vann meðal annars með frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Hún kynnti fyrir okkur lögin og markmiðin sem lágu þar að baki.

Málþingið var vel sótt og heppnaðist vel til.

Funda- og menningarmálanefnd þakkar framsögumönnum kærlega fyrir áhugverð erindi sem og styrktaraðilum okkar, LEX lögmannsstofu og Brauð & co. fyrir samstarfið!