Þann 4. mars síðastliðinn hélt Orator málþing í samstarfi við ELSA Ísland undir skriftinni „Hugsanlegar afleiðingar að þjóðarétti vegna innrásarinnar í Úkraínu, með hliðsjón af aðkomu alþjóðastofnana. Þar tóku til máls Olga Butkevych prófessor í alþjóðlegum allsherjarrétti við Taras Shevchenko háskólann í Kyiv, Pétur Dam Leifsson dósent við lagadeild HÍ og Njáll Trausti Friðbertsson formaður Íslandsnefndar NATO. Við þökkum þeim kærlega fyrir vel heppnað málþing.