Þann 28. september síðastliðinn fór fram fyrsta málþing Orators skólaárið 2022-2023, og var yfirskrift málþingsins sameining sýslumannsembætta.

Þar tóku til máls þau Teitur Björn Einarsson, fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Reinhard Reynisson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og formaður Sýslumannaráðs.

Orator þakkar þeim fyrir áhugaverð og skemmtileg erindi og sömuleiðis þökkum við gestum fyrir áhugaverðar umræður.