Hleð Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This event has passed.

Harðarmót Orators

1.september 2023 @ 12:00 - 18:00

kr.6500

Næsta föstudag verður haldið Golfmót Orators, Harðarmótið!
Mótið verður haldið í Brautarholti á Kjalarnesi, þar sem spilaðar verða 9 holur. Golfbíll verður á svæðinu sem keyrir á milli holla með skot og bjór fyrir þyrsta leikmenn. Mæting á golfvöllinn er 12:15 stundvíslega.
Við gerum því ráð fyrir að þáttakendur komi sér sjálf á staðinn en þar sem þetta er á Kjalarnesi, og munu þó nokkrir ekki vera ökuhæfir eftir mótið, verður rúta til baka. Rútan mun enda á háskólasvæðinu um kl. 18:00 og munum við þá fara saman á kjallarann þar sem fjörið heldur áfram inn í kvöldið.
Leikreglur:
Keppt verður í texas scramble, s.s. tveir leikmenn saman í liði og þeir slá báðir en betra höggið gildir. Fyrir hvern bjór sem leikmenn klára meðan á mótinu stendur verður dregið eitt högg af skorinu þeirra. Lið sem eru saman í holli sjá um að skrá skor hjá hvoru öðru.

Upplýsingar

Dagsetn:
1.september 2023
Tími
12:00 - 18:00
Verð:
kr.6500
Viðburður Flokkur: